#0255 Ragga Gísla – Ragga and the Jack Magic Orchestra
Það lágu áskoranir jafnt sem yndislegheit í því að kafa ofan í stórmerkilegan feril Ragnhildar Gísladóttur, þessarar stórmerku dívu og drottningar. Plötu er stillt fram sem þeirri „bestu“ en málið er sannarlega flóknara en svo …
--------
1:08:47
#0254 Kim Larsen – 231045-0637
Kim Larsen er vinsælasti tónlistarmaður Danmerkur frá upphafi, eða eins og Danir segja: „Hann er spilaður þegar þú fæðist, þegar þú giftir þig og þegar þú deyrð“. Platan 231045-0637 frá árinu 1979, eða „kennitöluplatan“ eins og hún er oft kölluð, er hans besta að mati Hauks, en hvað segja meðstjórnendur?
--------
1:21:15
#0253 Frímínútur – Glannalegar yfirlýsingar
Í þætti þessum koma þáttastjórnendur fram með öndverðar skoðanir á því sem pöpullinn telur vera gott og gilt. Svæsin rönt, fáránlegar söguskoðanir og djörf sundtök mót hörðum straumi hins viðtekna.
--------
55:00
#0252 Eminem – The Marshall Mathers LP
Bleiknefjar riðu ekki feitum hesti frá rapptilraunum sínum á fyrstu tveimur áratugum hiphopsins, að Skepnubræðrum undanskildum kannski. En í lok 10. áratugarins spratt Eminem fram á sjónarsviðið og það var ekki annað hægt en að taka hann alvarlega. The Marshall Mathers LP frá árinu 2000 er almennt talin hans besta verk — og hún er það svo sannarlega.
--------
1:14:54
#0251 Wire – 154
Hin mjög svo enska Wire er með áhrifamestu síðpönkssveitum. Dr. Arnar stillir þriðju plötu hennar, 154 (1979), fram sem hápunkti hennar. Og hefst svo lestur …
Þáttur þar sem bestu plötur hljómsveita og tónlistarfólks eru ræddar. Snæbjörn Ragnarsson og dr. Arnar Eggert Thoroddsen höfðu umsjón með þáttum #0001 - #0100. Haukur Viðar Alfreðsson og dr. Arnar hafa haft umsjón frá og með þætti #0101. Baldur Ragnarsson stýrir þættinum.